tisa: mars 2009

föstudagur, mars 13, 2009

Undur

Alein heima með úfið hár.
Er búin að horfa á þrjár E True Hollywood Story þætti núna.
Seinfeld sagan.
The Cosby Kids sagan.
Friends sagan.
Heillandi allt saman.

Ég hefði kannski átt að nýta tímann í að lesa ótrúlega leiðinlegu kjörbókina mína.
Íslenskar bókmenntir heilla mig ekki.
Og mér finnst Laxness leiðinlegur.
Ég held samt að það sé bannað að hafa þá skoðun.

Ég ætla að eyða helginni í vinnunni.
Ég ætlaði að byrja að vinna á undarlegum veitingastað.
Ég fór í undarlegt atvinnuviðtal þar sem var spurð undarlegra spurninga á undarlegri ensku af undarlegum manni.
Maðurinn virtist frekar undrandi þegar ég afþakkaði svo starfið.

Þannig ég ætla að halda mig í einni vinnu.
Sjoppudama af lífi og sál.
Eða svona smá.
Er ekki alveg viss hvort það sé mín köllun í lífinu.

Ástralía kallar á ný og ég þarf að fara að spara fyrir næstu ferð.
Kemst kannski eftir ár.
Ef ég ætla að vera sjoppudama þá vil ég allavega vera sjoppudama á meira spennandi stað en Garðabænum.
Garðabærinn er ekki alveg nógu famandi fyrir minn smekk.

En í augnablikinu er ég ánægð í kotinu mínu í Grafarvogi.

Fór meira að segja í gönguferð um voginn.
Það var eftir að ég var búin að horfa á 20 Sexiest Pop Stars í sjónvarpinu.
Ég ákvað ég væri ógeðsleg og svo drullaði ég mér út í göngutúr.

Ég verð að hætta að horfa á E! Channel.





tisa at 17:26

0 comments

þriðjudagur, mars 10, 2009

Fallegir hlutir

Þjáningar mínar eru loks á enda.
Þökk sé pillum.
Ég stend í þakkarskuld við herra Alexander Fleming fyrir að hafa fattað upp á pensilíni.
Takk Flemmi.

Streptókokkar er ógeðslega sársaukfullt fyrirbæri.
Það heitir líka ógeðslegu nafni.


Þegar ég drekk þá fer drykkurinn út um nefið mitt.
Það er asnalegt og óþægilegt og kenni ég veika hálsinum um.
Trópí með aldinkjöti var verst að fá út um nefið mitt.
Það að ég var í vinnunni á meðan það gerðist bætti ekki úr skák.

En að fallegri hlutum.

Stjörnuhrap.
Súkkulaði.
Silfur kjóllinn minn.
Hvolpar.
Túlípanar.
Dúnsængur.
Gullfoss.
James Franco.
Stóllinn sem ég sá í IKEA.
Norðurljós.
Jarðaber.
Heimilið mitt.
Múmínálfar.




Ætla að  fara að tala við sjálfa mig.
Barack Obama er umræðuefnið.
Kúl gæji.










tisa at 00:30

0 comments

þriðjudagur, mars 03, 2009

Smámál

Tinna er hungruð og henni er líka kalt.
Illt í hálsinum og með örlítinn varaþurrk.
Skítugt hár en nennir ekki að þvo það.
Hún er löt og pirruð.
Og á bilaðan bakaraofn.

Mér leiðst að skafa af bílnum.
Mér leiðist enn meira að setja bensín á hann.
Og ég hef ekki þvegið hann í tvö ár.
Vinnan mín er frekar einmannaleg og leiðinleg.
Það er 38 karlmaður stanslaust að reyna við mig.
Mér finnst það ekki gaman lengur.

Ég keypti mér seinast föt í nóvember.
Það voru aðallega hlírabolir.
Hvítur hlírabolur.
Bleikur.
Svartur.
Og annar svartur.

Ég þori ekki í jaxlatöku og beilaði undir því yfirskini að ég ætti ekki efni á því.
Ég ætla ekki að kjósa og ég fylgist ekkert með þróun kreppumála.
Það er af því að mér er alveg sama um þetta.

Ég get ekki hætt að naga á mér neglunar.
Ég get heldur ekki hætt að reykja.
Það er af því að mig langar ekki til þess.
Í staðinn minnkaði ég bæði til þess að friða samviskuna.

Ég er í alvörunni pínulítið kvíðin fyrir því að klára Friends seríurnar.
Veit í hverju ég á að sóa lífinu eftir það.

Ég fæ harðsperrur af því að skúra.


Samt er ég bara frekar kát.
Svona á milli pirringa.





tisa at 15:24

0 comments